Furðar sig á gluggagægjum lögreglunnar

Lögregluþjónn gægist inn um gluggann hjá Þórdísi til að athuga …
Lögregluþjónn gægist inn um gluggann hjá Þórdísi til að athuga hve margir séu innandyra. Ljósmynd/Aðsend

Þór­dís Björk Sig­urþórs­dótt­ir, íbúi í Hafnar­fiði, furðar sig á að lög­regl­an hafi ekki brýnni verk­efn­um að sinna en að gægj­ast inn um glugga fólks. Fjór­ir lög­regluþjón­ar komu á heim­ili henn­ar á föstu­dags­kvöld til að at­huga hvort fjölda­tak­mark­an­ir sótt­varn­a­reglna væru brotn­ar á heim­il­inu.

Tíu manns mega mest koma sam­an um þess­ar mund­ir. Í sam­tali við mbl.is seg­ist Þór­dís ekki viss um hversu marg­ir voru ná­kvæm­lega á heim­il­inu, en fjöld­inn hef­ur verið eitt­hvað í kring­um það. Hún bend­ir þó á að regl­urn­ar gildi um „rými“ en hús henn­ar sé á tveim­ur hæðum og telji þó nokk­ur rými. Vin­ir sex­tán ára son­ar henn­ar hafi verið sam­an komn­ir vegna skóla­verk­efn­is en svo ílengst.

Lögreglumaður setur fótinn í dyragættina til að varna því að …
Lög­reglumaður set­ur fót­inn í dyra­gætt­ina til að varna því að Þór­dís geti lokað dyr­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Þór­dís seg­ist ekki vita hvernig lög­regl­an hafi fengið veður af því að gest­ir væru á heim­il­inu. Lög­reglu­menn­irn­ir hafi bankað upp á um klukk­an 23:30 og óskað eft­ir að hún gæfi upp nafn og kenni­tölu og hleypti þeim inn. „Ég steig út fyr­ir og spjallaði við þá en hleypti þeim ekki inn,“ seg­ir Þór­dís. Eft­ir að Þór­dís neitaði var kallað í varðstjóra sem kom skömmu seinna við ann­an mann. Þá voru lög­reglu­menn­irn­ir orðnir fjór­ir.

„Þegar varðstjór­inn kom steig ég aft­ur út til að tala við hann og ann­an lög­reglu­mann. Hann stillti sér síðan upp fyr­ir úti­dyrn­ar þannig að ég komst ekki inn í húsið,“ seg­ir Þór­dís sem fékk þó á end­an­um að fara inn og sækja skil­ríki. Stuttu áður lagðist hann á glugg­ann til að reyna að sjá hve marg­ir væru inni í her­berg­inu.

Þór­dís seg­ist hafa minnt lög­reglu­menn­ina á stjórn­ar­skrána og friðhelgi heim­il­is­ins, sem þeim hafi ekki virst annt um. „Varðstjór­inn setti fót­inn á þrösk­uld­inn til að koma í veg fyr­ir að ég lokaði dyr­un­um,“ seg­ir hún. Það finnst henni al­var­legt inn­grip enda byrji friðhelgi einka­lífs við þrösk­uld­inn að hús­inu.

Lög­reglu­menn­irn­ir báru búk­mynda­vél­ar og áður en þeir fóru skipuðu þeir henni að „reka krakk­ana út“ og til­kynntu að þær ættu upp­tök­ur af sam­skipt­un­um og hún eigi rétt á lög­fræðingi „á öll­um stig­um máls­ins“ seg­ir Þór­dís sem seg­ist ekki átta sig á hvaða stig það ættu að vera en býst allt eins við ákæru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert