John Snorri reynir við K2 að nýju

John Snorri hefur farið á þekktustu fjöll heims.
John Snorri hefur farið á þekktustu fjöll heims. Ljósmynd/Aðsend

„Jæja loksins er þessi dagur runninn upp,“ skrifar fjallgöngumaðurinn John Snorri á Facebook. Í dag hefur hann að nýju ferðalag á K2 að vetrarlagi. Ferðina skipuleggur John Snorri sjálfur og er nú á leið til Islamabad þegar hann skrifar færsluna um níuleytið í morgun.

Í febrúar var tilraun hans til þess að klífa fjallið að vetrarlagi stöðvuð en hann ætlaði sér að verða fyrstur til þess að klífa fjallið hrikalega að vetrarlagi.

Í færslunni á Facebook kemur fram að John Snorri fékk leyfi fyrir uppgöngunni 17. ágúst og búnaður hans er þegar kominn í grunnbúðir K2, helmingur í september og afgangurinn um miðjan október en verkefnið er unnið í samstarfi við Aschar Ali Porik, eiganda Jasmine ferða.

Tveir þrautþjálfaðir burðarmenn eru með í leiðangrinum, Pakistaninn Muhammad Ali Sadpara sem er fæddur árið 1976.  Hann kleif Gasherbrum II (K4) árið 2006, Nanga Parbat fimm sinnum, þar af fyrstur að vetrarlagi. Gasherbrum I, Broad Peak Fore, Broad Peak 2017, K2 árið 2018 og Lhotse, Makalu og Manaslu árið 2019. Sonur Sadpara, Sajid Ali, er einnig með í för en hann kleif K2 í fyrra og varð yngstur burðarmanna til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert