John Snorri reynir við K2 að nýju

John Snorri hefur farið á þekktustu fjöll heims.
John Snorri hefur farið á þekktustu fjöll heims. Ljósmynd/Aðsend

„Jæja loks­ins er þessi dag­ur runn­inn upp,“ skrif­ar fjall­göngumaður­inn John Snorri á Face­book. Í dag hef­ur hann að nýju ferðalag á K2 að vetr­ar­lagi. Ferðina skipu­legg­ur John Snorri sjálf­ur og er nú á leið til Islama­bad þegar hann skrif­ar færsl­una um níu­leytið í morg­un.

Í fe­brú­ar var til­raun hans til þess að klífa fjallið að vetr­ar­lagi stöðvuð en hann ætlaði sér að verða fyrst­ur til þess að klífa fjallið hrika­lega að vetr­ar­lagi.

Í færsl­unni á Face­book kem­ur fram að John Snorri fékk leyfi fyr­ir upp­göng­unni 17. ág­úst og búnaður hans er þegar kom­inn í grunn­búðir K2, helm­ing­ur í sept­em­ber og af­gang­ur­inn um miðjan októ­ber en verk­efnið er unnið í sam­starfi við Asch­ar Ali Porik, eig­anda Jasmine ferða.

Tveir þrautþjálfaðir burðar­menn eru með í leiðangr­in­um, Pak­ist­an­inn Muhammad Ali Sa­dp­ara sem er fædd­ur árið 1976.  Hann kleif Gasher­brum II (K4) árið 2006, Nanga Par­bat fimm sinn­um, þar af fyrst­ur að vetr­ar­lagi. Gasher­brum I, Broad Peak Fore, Broad Peak 2017, K2 árið 2018 og Lhot­se, Makalu og Manaslu árið 2019. Son­ur Sa­dp­ara, Sajid Ali, er einnig með í för en hann kleif K2 í fyrra og varð yngst­ur burðarmanna til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert