Andlát: Ágústa K. Johnson

Ágústa K. Johnson.
Ágústa K. Johnson.

Ágústa K. Johnson, fyrrverandi deildarstjóri í Seðlabanka Íslands, lést á heimili sínu laugardaginn 21. nóvember.

Hún var fædd í Reykjavík 22. mars 1939, dóttir hjónanna Sigríðar Kristinsdóttur Johnson gjaldkera, f. 24. október 1908, d. 11. júní 2009 og Karls Johnson bankamanns, f. 12. september 1905, d. 22. júní 1939.

Ágústa lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1959 og hóf þá störf í Landsbanka Íslands. Við stofnun Seðlabanka Íslands fluttist hún yfir til Seðlabankans og var í hópi fyrstu starfsmanna hans við stofnun, ritari hjá nýskipuðum bankastjóra. Hún vann hjá Seðlabanka Íslands nær allan sinn starfsferil eða í tæpa hálfa öld, lengst af sem deildarstjóri skrifstofu bankastjóra.

Ágústa var félagslynd, trúuð og kirkjurækin og tók virkan þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar. Hún var í stjórn Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Hún var ógift og barnlaus en eftirlifandi bróðir hennar er Kristinn Johnson, fyrrv. skrifstofumaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert