Fjárlög frestast um viku

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinna fjár­laga­nefnd­ar hef­ur gengið vel en önn­ur umræða um fjár­lög frest­ast um alla­vega viku. Þetta seg­ir Will­um Þór Þórs­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann seg­ir að þær aðgerðir sem rík­is­stjórn­in hafi boðað kalli á frek­ari vinnu áður en hægt sé að ganga end­an­lega frá nefndaráliti meiri­hluta.

Fjár­heim­ild­ir fyr­ir aðgerðirn­ar sem kynnt­ar voru á föstu­dag­inn munu rata ým­ist í breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­lög eða fjár­auka­lög.

Gert var ráð fyr­ir ann­arri umræðu um fjár­lög sam­kvæmt starfs­áætl­un Alþing­is á morg­un. Will­um seg­ir lík­legt að hún fari fram um 2. des­em­ber gangi allt eft­ir.

„Nefnd­in þarf að taka mið af því sem rík­is­stjórn­in ger­ir og kann að gera til viðbót­ar, þess vegna bíðum við,“ seg­ir Will­um Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert