Fjárlög frestast um viku

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinna fjárlaganefndar hefur gengið vel en önnur umræða um fjárlög frestast um allavega viku. Þetta segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi boðað kalli á frekari vinnu áður en hægt sé að ganga endanlega frá nefndaráliti meirihluta.

Fjárheimildir fyrir aðgerðirnar sem kynntar voru á föstudaginn munu rata ýmist í breytingartillögur við fjárlög eða fjáraukalög.

Gert var ráð fyrir annarri umræðu um fjárlög samkvæmt starfsáætlun Alþingis á morgun. Willum segir líklegt að hún fari fram um 2. desember gangi allt eftir.

„Nefndin þarf að taka mið af því sem ríkisstjórnin gerir og kann að gera til viðbótar, þess vegna bíðum við,“ segir Willum Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert