Milljarðar í íþróttastyrki

Menntamálaráðherra vill að íþróttafélögin verði „í lagi“ þegar veirufaraldrinum lýkur.
Menntamálaráðherra vill að íþróttafélögin verði „í lagi“ þegar veirufaraldrinum lýkur. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tvo af þremur liðum í áætlun um að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu. Þegar hefur verið ákveðið að veita styrki upp á 970 milljónir króna og í burðarliðnum eru einnig tekjufallsstyrkir.

Af þeim styrkjum sem þegar er búið að samþykkja eru 470 milljónir króna sem eiga að koma til móts við rekstrarútgjöld íþróttafélaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að veita íþróttafélögum stuðning vegna launaútgjalda, sem Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, hefur þegar kynnt, upp á 500 milljónir króna að lágmarki.

Í vor voru 500 milljónir króna veittar til æskulýðsfélaga. Í því tilviki úthlutaði ÍSÍ um 500 milljónum króna í almennar og sértækar aðgerðir til æskulýðsfélaga.

Verið er að leggja lokahönd á útfærslu tekjufallsstyrkja. Er þeim ætlað að koma til móts við tekjufall sem hlotist hefur af Covid-19-faraldrinum. Er þá m.a. vísað í samkomutakmarkanir sem hafa komið í veg fyrir eðlilega starfsemi félaganna og tekjuöflun þar með. Á það meðal annars við um miðasölu vegna kappleikja svo dæmi sé nefnt, að því er fram kemur í umfjöllun um styrkveitingar þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert