Ökumaðurinn með réttarstöðu sakbornings

Bíllinn varð alelda eftir veltuna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði …
Bíllinn varð alelda eftir veltuna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði fólkinu þó tekist að komast úr bílnum áður en það skeði. mbl.is/Þorgeir

Ökumaður fólksbíls sem hafnaði utan vegar við bæinn Ytri-Bægisá í Hörgársveit í byrjun mánaðarins og brann hefur réttarstöðu sakbornings. Grunur leikur á um að bílnum hafi verið ekið yfir löglegum hámarkshraða. 

Rúv greinir frá. 

Sam­býl­is­fólk var í bíln­um, maður og kona á þrítugs­aldri. Mann­in­um tókst að kom­ast út úr bíln­um af sjálfs­dáðum en kon­an vankaðist og þurfti að hjálpa henni út. 

Engin hálka var á svæðinu og akstursskilyrði góð þegar slysið varð. Af ummerkjum á vettvangi og framburði vitna að dæma bendir margt til þess að bifreiðinni hafi verið ekið of hratt. Verður ætlaði hraði bílsins reiknaður út með aðstoð sérfræðings. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert