Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi viðskiptabönkum skýr skilaboð í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem fram fór um helgina.
Hann sagði vaxtahækkun bankanna ekki til þess fallna að hvetja til fjárfestingar.
Þá benti hann á að bankaskattur hefði verið lækkaður hraðar en til stóð upphaflega. „Nú er komið að bönkunum að sýna á spilin,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.