Breytt nafn hugsanlegt

Air Iceland Connect.
Air Iceland Connect. mbl.is/Árni Sæberg

Hugsanlegt er að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði lagt niður innan tíðar. Þetta er meðal atriða sem nú eru í skoðun hjá Icelandair, sem tók starfsemina yfir fyrr á þessu ári. Nafnið Icelandair kæmi þá í staðinn.

„Við erum að samþætta þá starfsemi sem hefur verið rekin undir merkjum Air Iceland Connect inn í rekstur Icelandair Group. Þetta eru flugrekstur, starfsmannamál, sölu- og markaðsstarf, vörumerki og fleira. Þessi vinna er í fullum gangi og er yfirgripsmikil,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Morgunblaðið.

Flugfélag Íslands var starfrækt í áratugi en nafninu breytt í Air Iceland Connect 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert