16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

List gegn ofbeldi
List gegn ofbeldi

Í dag hefst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, jafnt hér á landi og á heimsvísu. Stendur átakið til 10. desember og er því ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum.

Markmiðið er að hvetja til umræðu og vitundarvakningar um að samfélagið standi saman gegn kynbundnu ofbeldi og knýja á um afnám þess.

Í ár beinist átakið að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna eru á meðal þeirra sem kynnt hafa átakið.

„Aðgerðir til að ná tökum á faraldrinum valda félagslegri einangrun og spenna og álag eykst út af áhyggjum af heilsu, öryggi og fjárhagslegri afkomu. Konur einangrast á heimilum með gerendum og eiga erfitt með að leita sér aðstoðar til að komast í burtu því stuðningskerfið er rofið. Þetta eru kjöraðstæður fyrir drottnun og ofbeldi fyrir luktum dyrum og skuggafaraldur faraldursins,“ segir m.a. í tilkynningu um átakið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert