Dauður, hauslaus fálki fannst í fyrradag á malarstæðinu sunnan við líkamsræktarstöðina World Class á Akureyri.
Haft er eftir Ólafi Karli Nielsen, fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, á Akureyri.net, að fálkinn, sem var orðinn fullorðinn og kynþroska, hafi líklega veikst og drepist á malarstæðinu við World Class.
Svo virðist sem allt kjöt hafi verið plokkað af hálsi fálkans af hræætum. Ólafur bendir á að fullorðnir fálkar drepist oftast fjarri mannabyggðum og þetta sé því sjaldgæft atvik.