Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm voru utan sóttkvíar við greiningu en hinir tveir í sóttkví.
Tvö smit greindust við landamæraskimun. Annað smitið er virkt en hitt gamalt.
736 sýni voru tekin innanlands í gær og 157 í landamæraskimun.
176 eru í einangrun, 291 í sóttkví og 878 í skimunarsóttkví. 45 liggja á sjúkrahúsi en þar lágu 43 í gær. Tveir þeirra sem nú liggja á sjúkrahúsi liggja á gjörgæslu.
Nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa síðastliðnar tvær vikur er nú 34,4 innanlands en 12,8 hvað varðar landamærasmit.
Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 143. Næstflestir eru í einangrun á Norðurlandi eystra, eða 24.
Fréttin hefur verið uppfærð