Þokast í átt að samkomulagi

Landsvirkjun hefur framleitt fyrir Straumsvík í rúm 50 ár.
Landsvirkjun hefur framleitt fyrir Straumsvík í rúm 50 ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokk­ur gang­ur hef­ur verið í viðræðum milli Lands­virkj­un­ar og Rio Tinto varðandi end­ur­skoðun þess raf­orku­verðs sem síðar­nefnda fyr­ir­tækið greiðir í tengsl­um við fram­leiðslu sína í Straums­vík.

Eru von­ir bundn­ar við að sam­komu­lag um veru­lega lækk­un orku­verðsins ná­ist fyr­ir ára­mót og herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að raf­orku­verðið til verk­smiðjunn­ar kunni að lækka um 30% í kjöl­far end­ur­skoðun­ar­inn­ar. Hafa for­svars­menn Rio Tinto verið skýr­ir um það að verk­smiðjunni verði lokað ef raf­orku­samn­ing­ur­inn verður ekki end­ur­skoðaður hið fyrsta.

Allt frá því í vor hef­ur ál­verk­smiðjan í Straums­vík keyrt á lág­marks­af­köst­um, þ.e. keypt það lág­mark sem henni ber af raf­orku frá Lands­virkj­un, og hef­ur fram­leiðslan því aðeins verið um 85% af því sem áætlan­ir gera al­mennt ráð fyr­ir.

Í samn­ingaviðræðunum hef­ur komið fram að Rio Tinto muni ekki auka fram­leiðslu sína fyrr en sam­komu­lag við Lands­virkj­un er í höfn. Gríðarlegt tap varð af rekstri ál­vers­ins í Straums­vík í fyrra og nam það 13 millj­örðum króna. Kom það til viðbót­ar við 5 millj­arða tap árið 2018, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka