Bundið við bryggju í Húsavíkurhöfn

Húsavíkurhöfn úr lofti.
Húsavíkurhöfn úr lofti. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fley liggja nú bundin við bryggju í Húsavíkurhöfn og æði margt í kaupstaðnum við Skjálfanda er komið í vetrardvala, enda liggur snjór yfir öllu.

Hvalaskoðunarskipin – skútur og trébátar – voru lítið hreyfð nú í sumar enda fátt um ferðamenn.

Allir vænta hins vegar að úr því rætist með vorinu og þá verða leystar landfestar og stefnan tekin út flóann, þar sem hvelin setja upp hrygginn og sveifla sporði sem allra aðdáun vekur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert