Enn fundað hjá sáttasemjara

Frá fundi deiluaðila í gær.
Frá fundi deiluaðila í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefndir flugvirkja og ríkisins sitja enn á fundi hjá ríkissáttasemjara en fundur í kjaradeilunni hófst klukkan níu í morgun.

Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari staðfestir við mbl.is að enn sé fundað en gefur ekkert upp hvernig fundahöld gangi.

Ná­ist ekki sam­komu­lag í kjara­deilu flug­virkja Land­helg­is­gæsl­unn­ar mun ekk­ert loft­f­ar Gæsl­unn­ar verða til taks eft­ir 14. des­em­ber. Fram að því verður viðbragðsget­an einnig mjög skert því ein­ung­is ein þyrla verður til­tæk og mik­il óvissa mun ríkja um loft­hæfi henn­ar.

Jafn­vel þótt verk­fall­inu lyki í þess­ari viku yrðu tvær þyrl­ur til­tæk­ar í aðeins tíu daga í des­em­ber. Ljóst er því að áhrifa verk­falls­ins muni gæta næstu vik­ur og mánuði, samkvæmt svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, við fyrirspurn Morgunblaðsins í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert