Fleiri fá undanþágur til kennslu

Umsóknum skólastjóra til að lausráða starfsmenn, sem ekki hafa leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari, hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu undanþágunefndar grunnskóla 2019-2020.

Á skólaárinu 2019-2020 fjölgaði slíkum umsóknum um 30% frá árinu á undan og samþykktum umsóknum fjölgaði um 33,9%. Alls voru teknar 787 umsóknir til afgreiðslu á skólaárinu og voru 738 þeirra samþykktar en 49 synjað. Af umsóknunum sem voru samþykktar voru 588, eða 79,7%, vegna kvenna og 150, eða 20,3%, vegna karla. Umsóknum um undanþágur til kennslu hefur fjölgað jafnt og þétt frá skólaárinu 2012-2013.

Tæplega þriðjungur samþykktra undanþága, 31,6%, var vegna umsækjenda í menntunarflokki 10. Í honum er fólk með háskólagráðu í grunnskólakennarafræðum (t.d. B.Ed.), leikskólakennarar, þroskaþjálfar o.fl., en sem hafa ekki fullnægjandi menntun í uppeldis- og kennslufræðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert