Hart í ári hjá jólasveinum

Jólaball. Óvissa á tímum Covid-19.
Jólaball. Óvissa á tímum Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það verða nánast engin jólaböll hjá fyrirtækjum. Það er því hart í ári en við erum að reyna að halda gleðileg jól og finna leiðir fyrir þá sem vilja gera eitthvað,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir hjá Jólasveinar.is.

Fyrirtækið sér um að fá jólasveina til að koma til byggða og skemmta börnum og fullorðnum. Vegna kórónuveirufaraldursins og samkomutakmarkana má gera ráð fyrir að lítið verði um hefðbundnar jólaskemmtanir þetta árið.

Í Morgunblaðinu í dag segir Andrea að dæmi séu um að fyrirtæki bjóði upp á bingó, piparkökubakstur eða föndurstund í gegnum netið í stað jólaballa. Þá verði einhverjar jólaskemmtanir utandyra. Jólasveinarnir munu þó heimsækja Þjóðminjasafn Íslands venju samkvæmt í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert