Síðasta ársskýrslan á pappír

Veðurstofan. Stofnunin hélt upp á 100 ára afmæli sitt fyrr …
Veðurstofan. Stofnunin hélt upp á 100 ára afmæli sitt fyrr á þessu ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársskýrsla Veðurstofu Íslands er nýkomin út. Nú verða tímamót því þetta er í síðasta sinn sem ársskýrslan er gefin út á pappír.

„Það er ýmislegt sem kemur til,“ segir Haukur Hauksson, samskiptastjóri Veðurstofunnar, í samtali á vef stofnunarinnar, en hann og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, útgáfustjóri Veðurstofunnar, unnu saman að ársskýrslunni þetta árið. „Við á Veðurstofunni vinnum að því að minnka pappírsnotkun stofnunarinnar og það að hætta að prenta ársskýrsluna má segja að sé táknrænt skref í átt að því markmiði,“ segir Haukur. Framvegis verði skýrslan gefin út rafrænt.

Ársskýrsla Veðurstofunnar er óvenju stór og innihaldsrík þetta árið, eða 38 blaðsíður.Tilefnið er 100 ára afmæli Veðurstofunnar í ár. Stiklað er á stóru í sögu hennar í ársskýrslunni, bæði í máli og myndum. Að auki er í skýrslunni yfirlit yfir náttúrufar ársins 2019, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert