35,7 smit á Íslandi – 621,2 í Svíþjóð

Kort/Sóttvarnastofnun Evrópu.

Nýgengi kórónuveirusmita á hverja 100.000 íbúa síðustu 14 daga er hvergi eins lágt í ríkjum Evrópu og á Íslandi. Smitin eru langflest í Lúxemborg á hverja 100 þúsund íbúa. Svíar eru með landflest smit af Norðurlöndunum. 

Samkvæmt covid.is er nýgengin nú 36,7 innanlands og 13,1 á landamærunum. Sóttvarnastofnun Evrópu segir á vef sínum í dag að Ísland sé með 47,6 smit á hverja 100 þúsund íbúa. 

Alls eru dauðsföllin hérlendis af völdum Covid-19 26 talsins og aðeins eitt ríki með færri dauðsföll í Evrópu, Liechtenstein, en þar hafa 14 látist. 

Þau ríki þar sem nýgengið er hæst núna í Evrópu

  • Lúxemborg 1.266,3
  • Austurríki 988,3
  • Slóvenía 978,8
  • Króatía 951,3
  • Litháen 837,2
  • Liechtenstein 836,4
  • Pólland 804,8
  • Portúgal 796,4

Staðan á Norðurlöndunum - samkvæmt tölum ECDC

  • Svíþjóð 621,2 (dauðsföll 6.555)
  • Danmörk 279,9(dauðsföll 802)
  • Noregur 146,9(dauðsföll 316)
  • Finnland 78,1(dauðsföll 388)
  • Ísland 47,6(dauðsföll 25)

Þau ríki sem hafa mikið verið í umræðunni vegna fjölda smita 

  • Frakkland 454,5
  • Spánn 399,2
  • Bretland 450,6
  • Ítalía 749,6
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert