Nýgengi kórónuveirusmita á hverja 100.000 íbúa síðustu 14 daga er hvergi eins lágt í ríkjum Evrópu og á Íslandi. Smitin eru langflest í Lúxemborg á hverja 100 þúsund íbúa. Svíar eru með landflest smit af Norðurlöndunum.
Samkvæmt covid.is er nýgengin nú 36,7 innanlands og 13,1 á landamærunum. Sóttvarnastofnun Evrópu segir á vef sínum í dag að Ísland sé með 47,6 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
Alls eru dauðsföllin hérlendis af völdum Covid-19 26 talsins og aðeins eitt ríki með færri dauðsföll í Evrópu, Liechtenstein, en þar hafa 14 látist.