Lög sett á verkfall flugvirkja

Áslaug Arna gengur út úr Ráðherrabústaðnum í dag.
Áslaug Arna gengur út úr Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hefur verið í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Málið var lagt fyrir og samþykkt á ríkisstjórnarfundi fyrir skömmu. Frumvarp um að stöðva verkfallið verður lagt fyrir á Alþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að tefla öryggi almennings og sjófarenda í tvísýnu. 

„Ég hef fengið samþykkt frumvarp í ríkisstjórn til að stöðva verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Við teflum ekki öryggi almennings og sjófarenda í tvísýnu. Starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar,“ segir Áslaug Arna.

Eins og fram hefur komið hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki verið til taks síðan á miðvikudag þar sem viðhaldi á vélunum hefur ekki verið sinnt vegna verkfallsins.  

TF - GRO björgunarþyrla gæslunnar.
TF - GRO björgunarþyrla gæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert