Rúmlega 1.200 bera enn ábyrgð

Ríflega 29 þúsund ábyrgðir ábyrgðamanna féllu niður við gildistöku laga …
Ríflega 29 þúsund ábyrgðir ábyrgðamanna féllu niður við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Ernir Eyjólfsson

Rúm­lega 29 þúsund ábyrgðir ábyrgðamanna á náms­lán­um sem tek­in voru fyr­ir mitt ár 2009 voru felld­ar niður í kjöl­far gildis­töku laga um Mennta­sjóð náms­manna í sum­ar. Eft­ir stóðu þó 1.211 ein­stak­ling­ar sem enn sem eru í ábyrgðum fyr­ir lán­tak­end­ur. Helg­ast það af því að lán­tak­end­ur voru ekki í skil­um þegar lög­in tóku gildi. Ábyrgðir á lán­um þess hóps sem var í van­skil­um þegar lög­in tóku gildi munu ekki falla niður þótt skuld­ar­ar komi lán­um sín­um í skil. 

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is kem­ur fram að eng­in þess­ara van­skila­mála hafi verið send til Mál­skots­nefnd­ar um niður­fell­ingu ábyrgða á náms­lán­um í kjöl­far lag­anna. „En þau mál sem komið hafa á borð stjórn­ar varðandi þetta eft­ir gildis­töku lag­anna hafa verið af­greidd á grund­velli lag­anna sem eru skýr hvað þetta varðar, þ.e. ef lán voru í skil­um við gildis­töku þeirra þá falla ábyrgðir á náms­lán­um niður en ekki séu lán­in í van­skil­um,“ seg­ir í svar­inu.

Með van­skil­um þá er miðað við að lán­in séu kom­in í lög­inn­heimtu. 

Vilji lög­gjaf­ans 

Að sögn Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Mennta­stjóðs náms­manna, er litið svo að lán hafi farið í van­skil þegar 67 dag­ar voru frá eindaga. Á covid-tím­um var þessi tími lengd­ur í 97 daga. Þess ber að geta að ábyrgðamanna hef­ur ekki verið kraf­ist á náms­lán frá því árið 2009 þegar fyr­ir­komu­lag­inu var breytt. Var þessi hluti laga um Mennta­sjóð sem töku gildi í sum­ar því aft­ur­virk­ur og náði til ábyrgða á lán­um sem tek­in voru fyr­ir mitt ár 2009. 

Af hverju falla ekki niður ábyrgð þegar lán­taki hef­ur komið mál­um sín­um í skil? 

Það er vilji lög­gjaf­ans. En ef að fólk kem­ur lán­um sín­um í skil, þá reyn­ir ekk­ert á ábyrgðamenn,“ seg­ir Hrafn­hild­ur. 

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir.
Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Að sögn henn­ar hafði lang stærsti hluti þeirra lána sem ekki voru felld­ar niður ábyrgðir hjá við gildis­töku lag­anna, verið í van­skil­um í lengri tíma og kom­in í lög­inn­heimtu. „Þeir sem voru í samn­ingaviðræðum á þeim tíma þegar lög­in gengu í gegn, fengu að koma lán­um sín­um í skil þannig að ábyrgðir féllu niður,“ seg­ir Hrafn­hild­ur. 

Hún seg­ist ekki hafa upp­lýs­ing­ar um það hvort ein­hver af þess­um 1.211 manna hópi hafi komið lán­um sín­um í skil síðan lög­in tóku gildi. 

Vís­bend­ing um auk­in van­skil 

Að sögn henn­ar er alltaf ákveðinn hóp­ur lán­tak­enda sem ekki stend­ur í skil­um á náms­lán­um. Er hann jafn­an um 2-4%. 

Um mitt ár 2009 var hætt að krefjast ábyrgða á náms­lán­um. Að sögn Hrafn­hild­ar eru vís­bend­ing­ar um það að aukið hlut­fall lána sem tek­in voru eft­ir þann tíma séu í van­skil­um. „Það eru vís­bend­ing­ar komn­ar fram um það að fleiri séu í van­skil­um eft­ir að hætt var að krefjast ábyrgðamanna árið 2009,“ seg­ir Hrafn­hild­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert