Staðprófum haldið til streitu

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við för­um í einu og öllu eft­ir fyr­ir­mæl­um heil­brigðis­yf­ir­valda og sótt­varna­lækn­is,“ seg­ir Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, við mbl.is. Thor Asp­e­lund, pró­fess­or í líf­töl­fræði við Há­skóla Íslands, kallaði eft­ir því í gær að staðpróf í skól­an­um yrðu end­ur­met­in vegna fjölda kór­ónu­veiru­smita und­an­farna daga.

Alls greind­ust 20 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær og voru ell­efu þeirra ekki í sótt­kví við grein­ingu. Tölu­vert hef­ur verið af staðpróf­um í Há­skóla Íslands á und­an­förn­um vik­um og mánuðum.

Jón Atli seg­ir að staðpróf í HÍ hafi verið út­færð eft­ir reglu­gerð heil­brigðis­yf­ir­valda og staðan verði áfram eins meðan sú reglu­gerð er í gildi.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir skil­ar heil­brigðisráðherra minn­is­blaði vegna áfram­hald­andi sótt­varnaaðgerða um helg­ina en ljóst er að lítið verður um til­slak­an­ir vegna fjölda smita síðustu daga.

Jón Atli seg­ir að skóla­yf­ir­völd myndu upp­fylla þær kröf­ur sem til þeirra væru gerðar ef fram kæmi í nýrri reglu­gerð að ekki mætti halda staðpróf. Vandað hafi verið til sótt­varna í skól­an­um og próf­in sem þar hafi verið hald­in gengið vel. 

„Við höf­um ekki for­send­ur til að halda að það muni ekki ganga vel áfram. Að sjálf­sögðu ef það verða breyt­ing­ar á reglu­gerðum sótt­varna­lækn­is og heil­brigðis­yf­ir­valda mun­um við laga okk­ur að því.“

Stúd­entaráð Há­skóla Íslands sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um miðjan mánuðinn þar sem sagt var að ekki væri „boðlegt að neyða nem­end­ur til að taka staðpróf og bjóða ekki upp á aðrar lausn­ir“.

Jón Atli seg­ir að reynt hafi verið að koma til móts við áhyggj­ur nem­enda. 

„Ef nem­end­ur eru í áhættu­hóp­um þá kom­um við til móts við það með því að bjóða þeim upp á sérrými. Við höf­um líka reynt að dreifa próf­un­um víða um há­skóla­svæðið. Við reyn­um líka að tryggja að það sé ekki hópa­mynd­un fyr­ir próf, þannig að nem­end­ur geti farið strax í stof­ur um leið og þeir komi í próf­in. Við höf­um brugðist við þessu eins vel og við get­um. Við tök­um þetta mjög al­var­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert