Vilja vörugjöld á sætindi

Starfs­hóp­ur sem heil­brigðisráðherra skipaði til þess að móta til­lög­ur um „aðgerðaáætl­un um beit­ingu efna­hags­legra hvata til efl­ing­ar lýðheilsu“ hef­ur skilað um­fangs­mikl­um til­lög­um til ráðherra. Þar er lagt til að ráðist verði í breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu í því augnamiði að sæt­indi af flest­um toga hækki um 20% í verði.

Þannig legg­ur hóp­ur­inn til að vöru­göld verði lögð á gos- og svala­drykki, íþrótta- og orku­drykki og vatns­drykki sem inni­halda sítr­ónu­sýru, sæl­gæti, orku- og próteinstykki, kex, kök­ur og sæta­brauð. Þá tel­ur hóp­ur­inn að skatt­leggja eigi „óholl­ar vör­ur á borð við gos­drykki“ þannig að þær falli í 24% þrep virðis­auka­skatt­s­kerf­is­ins en ekki 11% eins og nú er.

Ekki samstaða í hópn­um

Ekki reynd­ist full samstaða í starfs­hópn­um um til­lög­ur í átt að breyt­ing­um á vsk-kerf­inu. Þannig skilaði full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra séráliti þar sem mælt var gegn breyt­ing­um sem leiði til auk­ins flækj­u­stigs og ójafn­ræðis í skatt­kerf­inu sem mark­visst hafi verið unnið að ein­föld­un á á síðustu árum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka