Vill endurmeta staðpróf í háskólanum

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

„Ef það er svona mik­il fjölg­un smita þá hlýt­ur það að kalla á end­ur­mat, ég held að all­ir geti verið sam­mála um það,“ seg­ir Thor Asp­e­lund, pró­fess­or í líf­töl­fræði við Há­skóla Íslands, og vís­ar til staðprófa í há­skól­an­um.

Þrátt fyr­ir tals­verðan fjölda smita síðustu daga stefn­ir Há­skóli Íslands á að halda hluta jóla­prófa í bygg­ing­um skól­ans. Er það í raun á skjön við það sem sótt­varna­yf­ir­völd hafa lagt áherslu á und­an­farn­ar vik­ur. 

Ekki gott að stefna fólki sam­an

„Ég held að all­ir geti verið sam­mála um það að það sé ekki gott að vera að stefna fólki sam­an,“ seg­ir Thor en smitstuðull­inn hér á landi stend­ur nú í 1,5. Slíkt verður að telj­ast frem­ur hátt, en stuðull­inn einn er tal­inn geta komið af stað bylgju. 

Aðspurður um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kveðst Thor vilja end­ur­meta stöðuna hvað staðpróf varðar. Þá verði að leita lausna. „Mögu­lega er hægt að finna ein­hverj­ar lausn­ir á þessu. Kannski er til dæm­is hægt að setja tíu manns í þrjá­tíu stof­ur.“

Thor Aspelund.
Thor Asp­e­lund. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert