Mohsen Fakhrizadeh, einn helstu kjarnorkusérfræðingur Írans, var myrtur á götu úti í borginni Absard, sem er 70 km austur af höfuðborginni Tehran, í dag. Fakhrizadeh var ráðgjafi Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Írans og jafnframt talinn yfirmaður kjarnorkuáætlunar landsins. Varnarmálaráðuneyti Írans hefur staðfest morðið á Fakhrizadeh.
Í frétt Guardian kemur fram að fjórir men hafi skotið á Fakhrizadeh og lífvörð hans stuttu eftir að vitni heyrðu sprengingu.
Fakhrizadeh var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.
Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hefur tjáð sig um morðið og sagði hann að trúverðugar vísbendingar um að Ísraelsríki tengdist því. Kallaði hann eftir því að alþjóða samfélagið myndi fordæma morðið.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tilgreindi Fakhrizadeh sem yfirmann kjarnorkuáætlunar Íran í ávarpi árið 2018. Sagði hann fólki að muna nafn Fakhrizadeh.