Jólaþorpið opnað í dag

Jólaþorpið opnar í dag.
Jólaþorpið opnar í dag. Ljósmynd/Hafnarfjörður

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnar­f­irði var opnað í dag. Fag­ur­lega skreytt­um jóla­hús­um hef­ur verið komið fyr­ir, en þorpið verður opið all­ar helg­ar á aðvent­unni. Þetta kem­ur fram á vef Hafn­ar­fjarðarbæj­ar. 

Í ljósi ástands­ins og tak­mark­ana verður eng­in skipu­lögð dag­skrá á veg­um jólaþorps­ins þessa aðvent­una. Hins veg­ar verður stemn­ing­in hlý­leg og hugg­leg, en á sama tíma lág­stemmd. Þá get­ur fólk nálg­ast spenn­andi gjafa­vöru, sæl­kerakrás­ir og hand­verk í Jólaþorp­inu.

Þorpið vin­sælt meðal ferðamanna

Jólaþorpið hef­ur verið á Thorsplani í Hafnar­f­irði frá ár­inu 2003 og hef­ur verið afar vin­sælt bæði meðal Íslend­inga og ferðamanna. Þótt hann verði með breyttu sniði í ár stend­ur gest­um til boða að koma í heim­sókn og vappa um bæ­inn. 

Jóla­svein­ar koma í heim­sókn á laug­ar­dög­um og Grýla verður á vappi um bæ­inn á sunnu­dög­um til að at­huga hvort all­ir séu ekki að virða fjar­lægðarmörk­in, nota and­lits­grímu og dug­leg­ir að spritta og þvo hend­ur. Opið verður 13 til 18 um helg­ar alla aðvent­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert