TF-GRÓ útkallsfær á mánudag

TF-GRÓ veður útkalsfær á mánudag, segir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en TF-EIR …
TF-GRÓ veður útkalsfær á mánudag, segir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en TF-EIR verður líklega ekki tilbúin fyrr en þremur vikum seinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Búist er við því að TF-GRÓ, þyrla Landhelgisgæslunnar verði orðin útkallsfær á mánudag þegar núverandi viðhaldsskoðun lýkur. Þetta segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar höfðu verið í verkfalli síðan 5. nóvember, en þeir sneru aftur til starfa í morgun eftir að alþingi samþykkti lög um verkfall þeirra.

Ásgeir segir að það sé mikil uppsöfnuð viðhaldsþörf í flugskýli gæslunnar, og að það megi búast við því að það muni taka út janúar hið minnsta til að vinna allt upp.

Þá sé líklegt að þyrlan TF-EIR verið útkallsfær eftir þrjár vikur, en hún var í viðhaldi þegar verkfallið brast á.

Engin beðni um þyrluútkall barst Landhelgisgæslunni á meðan enginn þyrla var tiltæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert