10 smit greindust innanlands

Skimun á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Skimun á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

10 smit greindust innanlands í gær. Þar af voru átta í sóttkví, en tvö smit greindust utan sóttkvíar. Öll smitin greindust í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítalans. Talsvert færri sýni voru tekin í gær en á föstudaginn, eða 965 á móti 1.412 á föstudaginn.

187 eru nú í einangrun, en voru 193 í gær. Þá fjölgar um tæplega 50 í sóttkví milli daga, en 667 eru nú í sóttkví.

Ný­gengi smita inn­an­lands mæl­ist nú 38,7 en það er fjöldi smita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vik­ur. Hækkar nýgengi smita úr 36,8 í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert