Kortlagði velgengni erlendra nema

Erlendir nemendur sem stunda nám í framhaldsskólum hérlendis og gengur vel eru gjarnan komnir lengra í fögum á borð við stærðfræði og eðlisfræði og geta miðlað sinni þekkingu til samnemenda sinna. Þetta er eitt af því sem Susan Rafik Hama komst að í doktorsrannsókn sinni þar sem aðalmarkmiðið var að skilja betur reynslu nemenda af erlendum uppruna af velgengni í námi og félagslífi í framhaldsskólum á Íslandi. 

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjölbreytt umhverfi þar sem allir fá notið sín gegni lykilhlutverki við að tryggja námslegan og félagslegan árangur nemenda af erlendum uppruna.   

Susan Rafik Hama er fædd í Kurdistan í Norður-Írak en fluttist til Íslands fyrir tuttugu árum sem hælisleitandi. Í rannsókninni var gögnum safnað um 27 nemendur í þremur mismunandi framhaldsskólum. Áður hefur verið rætt við hana hér á mbl.is en Susan hefur starfað sem túlkur og verkefnastjóri m.a. hjá Rauða krossinum.

Í myndskeiðinu er rætt hana um verkefnið sem hún hóf fyrir sjö árum síðan en doktorsvörnin fór fram í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert