Tuttugu listamenn og hljómsveitir eru tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár. Verðlaunin verða afhent í næsta mánuði í þrettánda sinn. Þau eru veitt fyrir hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.
„Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, hinn svokallaða Kraumslista, og þar er að finna tónlist úr öllum áttum,“ segir í tilkynningu frá tónlistarsjóðnum Kraumi.
Verðlaunin eru á vegum tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðarsjóðs.
Plötur sem hlutu tilnefningu í ár eru:
0 – Entity
Andartak – Constructive Metabolism
Asalaus – Aaleysing
Bára Gísla – HIBER
Bríet – Kveðja, Bríet
Buspin Jieper – VHS Volcanic / Harmonic / Sounds
Celebs – Tálvon hinna efnilegu
Cyber – Vacation
Gugusar – Listen to this Twice
Ingibjörg Turchi – Meliae
K.óla – Plastprinsessan
Magnús Jóhann – Without Listening
Mengun – Þrettán tólf
Salóme Katrín – Water
Skoffín – Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
Supersport! – Dog Run EP
Tucker Carlson's Jonestown Massacre – Ingilín
Ultraflex – Visions of Ultraflex
Volruptus – First Contact
Yagya – Old Dreams And Memories