20 tilnefningar til Kraumsverðlaunanna

Auður og GDRN eru meðal listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaunin.
Auður og GDRN eru meðal listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaunin. Ljósmynd/Aðsend

Tuttugu listamenn og hljómsveitir eru tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár. Verðlaunin verða afhent í næsta mánuði í þrettánda sinn. Þau eru veitt fyrir hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

„Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, hinn svokallaða Kraumslista, og þar er að finna tónlist úr öllum áttum,“ segir í tilkynningu frá tónlistarsjóðnum Kraumi. 

Verðlaunin eru á vegum tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðarsjóðs.

Plötur sem hlutu tilnefningu í ár eru:

Entity
Andartak  Constructive Metabolism
Asalaus  Aaleysing
Bára Gísla  HIBER
Bríet  Kveðja, Bríet
Buspin Jieper  VHS Volcanic / Harmonic / Sounds
Celebs  Tálvon hinna efnilegu
Cyber  Vacation
Gugusar – Listen to this Twice
Ingibjörg Turchi  Meliae
K.óla  Plastprinsessan
Magnús Jóhann  Without Listening
Mengun  Þrettán tólf
Salóme Katrín  Water
Skoffín  Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
Supersport!  Dog Run EP
Tucker Carlson's Jonestown Massacre  Ingilín
Ultraflex  Visions of Ultraflex
Volruptus  First Contact
Yagya  Old Dreams And Memories

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert