Bæta ekki við fleiri veiðidögum

Síðasti dagur rjúpnaveiðitímabilsins var í dag og margir veiðimenn nýttu …
Síðasti dagur rjúpnaveiðitímabilsins var í dag og margir veiðimenn nýttu sér hann. mbl.is/Lena Viderö

Umhverfisstofnun hefur hafnað beiðni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) um að bæta við aukahelgi í byrjun desember. Þannig má félagið ekki opna SV-svæðið fyrir veiðar um næstu helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Í tilkynningu félagsins er lýst yfir óánægju með ákvörðunina, en úrskurður Umhverfisstofnunar er harðlega gagnrýndur. Bendir Skotvís á að félagið hafi viljað bæta við einni helgi þar sem tími tapaðist sökum faraldurs kórónuveiru. 

Mótmælir Skotvís túlkun Umhverfisstofnunar, sem telur að fjöldi leyfilegra veiðidaga hafi haft áhrif á sókn. Þá minnir félagið Umhverfisstofnun á hlutverk sitt, en ljóst er að gríðarleg óánægja er með ákvörðunina. 

Umhverfisstofnun hefur hafnað beiðni SKOTVÍS um að bæta við aukahelgi í byrjun desember og opna SV svæðið fyrir...

Posted by Skotveiðifélag Íslands Skotvís on Mánudagur, 30. nóvember 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert