Mælaborð fyrir líðan barna

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Árni Sæberg

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti nú fyrir skömmu frumvarp um stórfelldar breytingar á aðbúnaði barna í landinu. Í grunninn snýr breytingin að samþættingu kerfa sem geri það að verkum að foreldrar og börn þurfa ekki að þvælast á milli kerfa til þess að sækja þau þjónustu og úrræði sem eru í boði.

Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður við frumvarpið muni vera umfram ávinning næstu tíu árin. Eftir það verði hagrænn ávinningur næstu 50-60 árin. Þá kemur fram að til stendur að gera mælaborð um líðan barna. Stefnt sé að því að mælaborðið verði notað til að meta aðgerðir í þágu þeirra. 

Lagt eru upp með betri samþættingu kerfa barninu til heilla.
Lagt eru upp með betri samþættingu kerfa barninu til heilla. Eggert Jóhannesson

Málstjórar sjái um barnið 

Í ræðu sinni segir Ásmundur Einar að með tilkomu frumvarpsins þurfi fólk ekki lengur að feta sig áfram á hverju stigi hins opinbera kerfis heldur verði samþætting þjónustuveitanda útgangspunkturinn. Stofnaðar verða tvær nýjar stofnanir. Barna og fjölskyldustofa og Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála. Barnaverndarstofa verður hins vegar lögð niður í núvarandi mynd. Stefnt er að því að tenglar verði í skólum og heilsugæslum auk þess sem lögregla komi að málum svo dæmi séu nefnd. Þá verði sérstakur málstjóri með mál hvers barns á sinni könnu og fylgi því eftir til lengri tíma í stað þess að foreldrar geri það eingöngu. Hans er m.a. að setja saman teymi fyrir hvert barn.  

Þrískipt þjónusta  

Segir Ásmundur Einar að veitt verði þrískipt þjónusta.

  • Fyrsta stig gangi út á snemmtækan stuðning við barnið.
  • Annað stig gangi út á markvissari einstaklings stuðning við barn
  • Þriðja stig gangi út á einstaklings bundin stuðning við barn með sértækum aðgerðum.

Þá segir Ásmundur Einar að notast verði við mælaborð sem sé í þróun, við það að meta líðan barna. Það verði grundvöllur í forgangsröðun fyrir barnið.

Kostnaður skili sér áttfalt til baka 

Hann segir að gert sé ráð fyrir því að einhver ár muni líða þar til þessi nýja útfærsla verði komin til fullra afkasta. Horft sé til þess að þessi vinna muni skila sér út í samfélagið á næstu áratugum. Kostnaður við að styðja hvert barn muni skila sér allt að áttfalt til baka til samfélagsins.

Árlegur kostnaður vegna áfalla barna í æsku er sagður metinn á um 100 milljarða króna. Er kostnaðurinn m.a. metinn út frá kostnaði við afbrotamenn í samfélaginu auk fjölda fleiri þátta. Gera útreikningar ráð fyrir því að árlegur ávinningur af aðgerðunum verði milljarður kr. árið 2030 og um níu milljarðar árið 2070 að núvirði. Til samanburðar er kostnaður við innleiðingu frumvarpsins áætlaður 1,3 milljarðar kr. á ári.  

Arðbærni á við ábatasömustu fjárfestingar 

Er arðbærni fjárfestingarnar miðað við þær forsendur sem eru gefnar sögð 11% að raunávöxtun. Verði sú niðurstaðan yrði það meðal arðbærustu fjárfestinga sem farið hefur verið í hjá hinu opinbera. Þannig hafi Keflavíkurflugvöllur skilað 12,2% raunávöxtun og Kárahnjúkavirkjun 9,2% raunávöxtun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka