Ríkisstjórnin þriggja ára

Ríkisstjórnin er þriggja ára í dag.
Ríkisstjórnin er þriggja ára í dag.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er þriggja ára í dag og ekki útlit fyrir annað en að henni auðnist það meginmarkmið sitt að sitja út kjörtímabilið. Tæpir ellefu mánuðir eru nú til alþingiskosninga.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur verið meiri og jafnari en hjá fyrri ríkisstjórnum, raunar aukist á þessu ári. Samkvæmt síðasta Þjóðarpúlsi Gallup naut stjórnin stuðnings um 54% kjósenda, en á hinn bóginn er samanlagður stuðningur ríkisstjórnarflokkanna aðeins 43%.

Vinsældir forsætisráðherrans eru aftur á móti mun meiri en fylgi flokks hennar samkvæmt könnunum, svo vera má að þar eigi vinstrigræn meira fylgi víst. Ríkisstjórn hennar hefur gengið ágætlega að uppfylla stefnuskrá sína, en seinni hluti kjörtímabilsins hefur að mestu verið helgaður baráttunni við heimsfaraldur kórónuveiru, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert