Tæpur fimmtungur jólatrjáa íslenskur

Margir sækja jólatré ínálægan skógarreit á aðventunni.
Margir sækja jólatré ínálægan skógarreit á aðventunni. mbl.is/Hari

Rúmlega 700 færri jólatré úr íslenskum skógum voru seld í fyrra en árið á undan, en fleiri en 2017. Alls voru seld 7.225 íslensk jólatré á síðasta ári, 7.031 heimilistré og 194 torgtré, að því er fram kemur í Skógræktarritinu, riti Skógræktarfélags Íslands.

Þar kemur fram í yfirliti um virði íslenskra skógaafurða að jólatré og greinar hafi í fyrra verið seld fyrir 62 milljónir króna.

Hlutur íslenskra trjáa var tæpur fimmtungur af heildarfjölda lifandi jólatrjáa, en meginhluti þeirra er innfluttur, mest normannsþinur frá Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum danskra jólatrjáaræktenda voru flutt inn 37.147 jólatré frá Danmörku í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert