Veiðar á varptíma stríða gegn reglum

Álftir eru grasbítar.
Álftir eru grasbítar.

Fuglavernd hefur harðlega mótmælt tillögu til þingsályktunar um að leyfa veiðar á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma.

Mikilvægasta gagnrýni Fuglaverndar snýr að því að farið sé fram á að veiða þessar tegundir þegar þær eru að snúa til baka frá vetrarstöðvum og á varptíma. „Veiðar á þessum tegundum á varptíma stríða gegn öllum viðurkenndum alþjóðlegum siðareglum og meginreglum um fuglaveiði og gegn alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt,“ segir í frétt Fuglaverndar.

Flutningsmenn tillögunnar eru Þórunn Egilsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Miðað er við að leyfi til þessara veiða verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf er talin á aðgerðum vegna ágangs fugla á tún og kornakra. Eftir sem áður þurfi að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert