Brauðterta og gamlir dansar

Brauðterta. Ein góð fyrir erfi-drykkju eða fermingarveislu.
Brauðterta. Ein góð fyrir erfi-drykkju eða fermingarveislu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brauðtertur og brauðtertugerð, sumardagurinn fyrsti, ganga á Helgafell, harmonikkan, gömlu dansarnir og mæðradagsblóm Kvenfélags Húsavíkur eru meðal íslenskra hefða sem tilnefndar hafa verið sem lifandi hefðir á landsskrá Íslands.

Hugsanlegt er að einhverjar af þessum hefðum rati inn á heimsskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco). Unnið er að tilnefningu laufabrauðshefðarinnar og hefðbundinnar smíði súðbyrðinga þangað.

Meðal annarra hefða sem almenningur hefur tilnefnt og ratað hafa inn á landsskrána eru ættarmót, saumaklúbbar, brúnaðar kartöflur og að fara í berjamó. Íslensku jólasveinarnir eru einnig meðal hefðanna þar, sem og slátur og sláturgerð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert