Hallarekstur og þrengingar

Gert er ráð fyrir verulegum halla á rekstri sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár.

Sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eru með fjárhagsáætlanir ársins 2021 til umræðu þessa dagana og búa sig undir áframhaldandi fjárhagslegar þrengingar vegna veirufaraldursins.

Ekkert þeirra gerir þó tillögu um að útsvarsálagning hækki á næsta ári og leggja meirihlutar í bæjarfélögunum til að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli ára.

Í fjárhagsáætlun Kópavogs er gert ráð fyrir 575 milljóna kr. rekstrarhalla á samstæðu sveitarfélagsins. Í Hafnarfirði er áætlaður halli á A- og B-hluta áætlaður 1.221 milljón kr. Í Garðabæ er gert ráð fyrir 499 milljóna kr. Í Mosfellsbæ er gert ráð fyrir 567 milljóna króna halla á rekstri og á Seltjarnarnesi 136 milljónir kr. Gangi þetta eftir gæti samanlagður halli sveitarfélaganna fimm orðið allt að þrír milljarðar kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert