Samkvæmt núgildandi sóttvarnarlögum er ráðherra heimilt að skylda alla í bólusetningu. Er sambærilegt ákvæði í því frumvarpi sem lagt hefur verið fram til Alþingis um breytingar á sóttvarnarlögum.
Ráðherra er þó gert að fara að tillögu sóttvarnarlæknis samkvæmt því sem fram kemur sóttvarnarlögum sem samþykkt voru árið 1997.
Í svari við fyrirspurn mbl.is til heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að heimildina megi finna í 2. mgr 12 greinar sóttvarnarlaga. Þar segir m.a. að ráðherra hafi að tillögu sóttvarnarlæknis heimild til ónæmisaðgerða. „Bólusetning er ónæmisaðgerð. Ráðherra getur því að fenginni tillögu sóttvarnalæknis gripið til bólusetninga sem opinberrar sóttvarnaráðstöfunar en í því gæti m.a. falist að bólusetning yrði skylda,“ segir í svari frá ráðuneytinu.
Talað hefur verið um að að minnsta kosti 60% þurfi að vera með mótefni til að hægt sé að tala um svokallað hjarðónæmi í landinu.