Aðventan er gengin í garð og í dag er 1. desember og jólamánuðurinn þar með hafinn. Rúmar þrjár vikur eru enn til jóla en víða um land er jólaskrautið þó löngu komið upp.
Í þessu árferði hafa margir ákveðið að leggja meira á sig í skreytingum en áður og í Reykholti í Borgarfirði mátti í gær sjá þennan skrautlega og skemmtilega bíl sem lífgaði svo sannarlega upp á umhverfið.
Stekkjastaur er væntanlegur til byggða hinn 12. desember og þá fer spenningurinn að magnast hjá yngri kynslóðinni.