Katrín sýni auðmýkt og axli ábyrgð

„Ég myndi vilja sjá að Katrín Jakobsdóttir sýni auðmýkt. Ég myndi vilja sjá að hún axlaði ábyrgð á því að hafa varið Sigríði Á. Andersen vantrausti á sínum tíma,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu og að orðspor Íslands sem réttarríkis hafi skaðast.

Í myndskeiðinu er rætt við Þórhildi Sunnu í kjölfar þess að niðurstaða dómsins barst í morgun. Hún segir niðurstöðuna „sögulegan áfellisdóm á áratugalanga aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins við skipan dómara,“ og kallar eftir því að stjórnarflokkarnir sýni ábyrgð. Ekki síst Framsókn og VG sem hafi á sínum tíma verið á móti skipun dómaranna en hafi síðan þá myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum og skipt um kúrs í málinu.  

Þingkonurnar Helga Vala helgadóttir, Samfylkingu, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem er utan flokka eftir að hafa sagt sig úr VG, tjáðu sig um niðurstöðu Mannréttindadómstólsins á Twitter fyrr í dag. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka