Krónuverslun í stað bragga

Verslun Krónunnar verður á svonefndum Hvannavallareit.
Verslun Krónunnar verður á svonefndum Hvannavallareit. mbl.is/Margrét Þóra

„Við erum himinlifandi. Það er mjög ánægjulegt að opnun Krónuverslunar á Akureyri sé loksins í sjónmáli eftir langt ferli,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt tillögu skipulagsráðs um nýtt deiliskipulag á svonefndum Hvannavallareit. Hann er á svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum.

Krónan hefur átt lóðina um allnokkurt skeið, keypti hana á sínum tíma til að reisa þar verslun í höfuðstað Norðurlands. Reiturinn hefur verið til umfjöllunar hjá skipulagsyfirvöldum undanfarin misseri og með samþykkt bæjaryfirvalda nú eru skipulagsmál í höfn og Krónunni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert