Fólk fái notið sólarljóssins heima

Há og þétt byggð getur hindrað birtuna í að ná …
Há og þétt byggð getur hindrað birtuna í að ná til nágranna á neðstu hæðum. Lýsingarfræðingur telur að endurskoða þurfi regluverkið. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Skuggavarp á dagvinnutíma eitt og sér er ekki nógu góð aðferð til að meta aðkomu dagsljóss að byggingum,“ segir dr. Ásta Logadóttir, verkfræðingur og lýsingarsérfræðingur.

Hún hvetur til þess að skýrt verði kveðið á um rétt fólks til dagsbirtu og sólarljóss í byggingarreglugerð og skipulagi.

Ásta var starfsmaður Álaborgarháskóla í Danmörku og vann m.a. ásamt fleirum tillögur að breytingum á byggingarreglugerð fyrir danskt ráðuneyti. „Verkefnið var að tryggja að næg dagsbirta kæmist inn í byggingar án þess að því fylgdi óþarfa byggingarkostnaður,“ sagði Ásta. „Þegar ég kom aftur til Íslands sá ég hvað við vorum aftarlega á merinni í þessum efnum.“

Hún segir að byggingarreglugerð hér kveði á um að flatarmál glugga skuli vera minnst 10% af gólffleti. Það eitt og sér er ekki nóg því svo margt annað hefur áhrif. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hún vandann aukast eftir því sem byggðin er þéttari og hærri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert