Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, lést í gær 65 ára gamall. Félag Múslima á Íslandi greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni.
Salmann lætur eftir sig eiginkonu, fimm börn og barnabörn.
„Þessa manns verður sárt saknað. Við viljum minna fólk á að bera virðingu fyrir aðstæðum sem fjölskylda hans er í og fara ekki heim til hans og hringja i fjölskyldumeðlimi stanslaust,“ segir meðal annars í Facebook-færslunni.
„Það eina sem við getum gert núna er að biðja Allah að blessa sál hans og inshallah hann verður háttsettur í paradís.“