Flugvirkjar Icelandair vinna nú að niðurrifi Boeing 757-vélar félagsins, Surtseyjar, sem er ein fjögurra slíkra véla sem teknar hafa verið úr rekstri.
Verkið fer fram í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli en tvær vélar verða bútaðar niður hér á landi.
Ýmis búnaður er notaður áfram í varahluti en stærstur hluti skrokksins fer í endurvinnslu. Hefur svona stórt verk ekki áður verið unnið hér á landi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Nánar má lesa um þetta mál hér.