Gjaldþrot færri en spáð var

Jóhannes Þór Skúlason.
Jóhannes Þór Skúlason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir útlit fyrir færri gjaldþrot í greininni í ár en óttast var. Hins vegar kunni gjaldþrotum í greininni að fjölga á ný næsta haust.

Hann segir uppsagnarstyrki, greiðsluskjól og stuðningslán hafa komið í veg fyrir mun tíðari gjaldþrot. Til dæmis nýti nú mun fleiri fyrirtæki sér greiðsluskjólið en fyrir tveimur til þremur mánuðum. Erfitt sé að áætla hversu hátt hlutfall fyrirtækja í greininni muni komast í gegnum faraldurinn.

„Síðastliðið sumar vorum við að vona að það yrðu alls ekki meira en 30-40% [fyrirtækjanna] gjaldþrota en nú erum við farin að vona að það geti orðið jafnvel lægri prósenta,“ segir Jóhannes, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka