Viðbragð vegna slyss á Suðurlandi

Bæði lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út.
Bæði lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bæði lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út á sjöunda tímanum vegna manns sem fallið hafði ofan í vök á Suðurlandi. Þetta staðfesta bæði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, og Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is

Ekki fékkst nánar staðfest hvar slysið átti sér stað eða hver tildrög þess voru. Verið er að hlúa að manninum.

Aðstæður á vettvangi eru krefjandi eins og gefur að skilja: vonskuveður gengur nú yfir landið allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert