Vetrarlegt er um að litast á Akureyri eins og sjá má. Mikið vindaveður gekk yfir landið í gær og fóru hviður upp í allt að 60 m/s í Hamarsfirði á Austurlandi í fyrrinótt.
Það tekur að lægja í fyrramálið en þá stígur kaldur loftmassi niður til jarðar með tilheyrandi kulda: 10 til 12 gráðu frosti er spáð á laugardag suðvestan til.
Hitaveitur hafa vart undan og biðla til almennings að fara sparlega með heita vatnið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.