Sorpa sprengir upp verðskrána

Urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi.
Urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. mbl.is/Styrmir Kári

„Það hefur verið lögð á það mikil áhersla í núverandi ástandi að ríkisvaldið og sveitarfélögin haldi aftur af sér í gjaldskrárhækkunum til að leggja ekki of miklar byrðar á fyrirtækin og heimilin í landinu. Þarna fer Sorpa algjörlega gegn því.“

Þannig mælir Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI. Vísar hann þar til boðaðra verðhækkana Sorpu sem boðar verðhækkanir á þjónustu sinni sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi.

Séu núverandi verðskrá og sú boðaða bornar saman kemur í ljós að í sumum tilvikum nemur hækkun á móttökugjaldi endurvinnslustöðva fyrirtækisins hátt í 300%. Það á t.d. við um steinefni frá byggingariðnaðinum og glerumbúðir og glerílát. Hefur verðskráin hingað til miðað við að 1,86 kr. væru greiddar fyrir hvert innlagt kíló en frá áramótum hækkar gjaldið í 6,82 kr.

„Þetta virkar ekki mikið en hækkunin getur leitt til kostnaðarauka upp á allt að 30 milljónir króna hjá stærri byggingarverktökum á einu ári. Það gefur augaleið að þetta verður til þess að hækka byggingarkostnað, ekki síst á þéttingarreitum þar sem rýma þarf til fyrir nýju húsnæði á kostnað gamals,“ segir Lárus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert