Varaafl bætt á 68 fjarskiptastöðum

Nýtt rafstöðvarhús sett niður við fjarskiptastöð við Sjónarhóla skammt hjá …
Nýtt rafstöðvarhús sett niður við fjarskiptastöð við Sjónarhóla skammt hjá Sólheimajökli. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Vara­afl hef­ur verið bætt á 68 fjar­skipta­stöðum um land allt í fyrri áfanga vegna um­fangs­mik­illa end­ur­bóta á fjar­skipta­stöðum. Til­gang­ur­inn er að efla rekstr­arör­yggi í fjar­skipt­um eft­ir mik­il óveður sem gengu yfir landið í des­em­ber 2019.

Sett­ar hafa verið upp 32 nýj­ar fast­ar var­araf­stöðvar, raf­geym­um bætt við á tíu lyk­il­skiptistöðvum fjar­skipta, tengl­ar fyr­ir fær­an­leg­ar raf­stöðvar sett­ir upp á 26 stöðum, ljós­leiðara­teng­ing­um fjölgað og ýms­ar end­ur­bæt­ur gerðar á öðrum stöðum, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Vara­afls­verk­efn­inu var skipt í tvo áfanga. Í þeim fyrri var unnið að verk­efn­um á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum, Norður­landi og Aust­ur­landi. Stefnt er að því að 100 millj­ón­ir króna bæt­ist við verk­efnið á næsta ári. Þá verður hugað að vara­afl­stöðvum á Suður­landi, Vest­ur­landi og suðvest­ur­horn­inu. Þegar hef­ur tek­ist að gera ýms­ar úr­bæt­ur á Vest­ur- og Suður­landi í tengsl­um við fyrri áfang­ann en þeirri vinnu verður haldið áfram.

Í kjöl­far veður­ham­fara síðasta vet­ur ákvað rík­is­stjórn­in að ráðast í átak um úr­bæt­ur á fjar­skiptainnviðum og vara­afl­stöðvum. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, greindi frá því í vor að verk­efnið fengi 275,5  millj­óna króna fjár­veit­ingu á þessu ári á veg­um fjar­skipta­sjóðs. Fjár­veit­ing­in var veitt á grund­velli fjár­fest­inga­átaks stjórn­valda til að sporna jafn­framt gegn sam­drætti í hag­kerf­inu í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins.

„Óveðrið sem gekk yfir landið af­hjúpaði marga veik­leika í raf­magns- og fjar­skipta­kerf­um lands­ins og boðaði rík­is­stjórn­in fjár­fest­inga­átak sem er að klár­ast. Til­gang­ur­inn er að tryggja fjar­skipta­ör­yggi í óveðrum. Við ætl­um að tryggja sem best að ef slíkt fár­viðri geis­ar aft­ur sé til staðar vara­afl og nægt raf­magn. Skipt­ing fram­kvæmda fer eft­ir ástandi flutn­ings- og dreifi­kerfa raf­magns og vara­afls en það kom í ljós að þess­ir innviðir þoldu hvað verst óveðrið á Norður­landi,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, í til­kynn­ing­unni.

Neyðarlín­an hef­ur átt í nánu sam­starfi við Mílu, fjar­skipta­fé­lög­in Nova, Sím­ann og Sýn (Voda­fo­ne) og Rík­is­út­varpið um aðgerðir til að tryggja sam­felld fjar­skipti í langvar­andi raf­magns­leysi. Neyðarlín­an hef­ur verið í for­svari fyr­ir verk­efn­inu og samn­ing­ur um það var gerður 6. maí síðastliðinn.

Fimmtán fær­an­leg­ar raf­stöðvar hafa einnig verið pantaðar en þær verða til taks hjá björg­un­ar­sveit­um og slökkviliðum á Norður- og Aust­ur­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert