Yfir 42 milljónir söfnuðust handa SÁÁ

Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.
Einar Hermannsson, formaður SÁÁ. mbl.is/Arnþór

Yfir 42 milljónir króna söfnuðust í þætti til styrktar SÁÁ sem var sýndur í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

RÚV greinir frá þessu.

Útsendingin stóð yfir í tvo tíma. Almenningur gat hringt inn og lagt samtökunum lið með peningastyrk.

Söfnunin heldur áfram yfir helgina. Hægt verður að styrkja SÁÁ í gegnum síðuna styrktarsjodur.is og í númerin 907-1502 fyrir 2500 kr. og 907-1504 fyrir 5000 kr.

Rætt var við fjölda gesta í þættinum, þar á meðal Tolla Morthens og Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar auk þess sem Mezzoforte, Hr. Hnetusmjör, Sigga og Grétar, Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann stigu á svið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert