Á Brjálaðahrygg frá Grænuhlíð

Grænahlíð Éljaklakkar ganga yfir en nokkuð lygnt þó. Framundan er …
Grænahlíð Éljaklakkar ganga yfir en nokkuð lygnt þó. Framundan er himinhá hlíðin, sem veitti gott skjól. Ljósmynd/Vigfús Markússon

Hótel Grænahlíð, sem svo er kölluð, var vinsæll viðkomustaður sjófarenda í rysjóttri veðráttu síðustu daga. Ágætt skjól fyrir NA-áttinni er undir hlíðinni sem er við mynni Ísafjarðardjúps norðanvert.

Vel þekkt er úr langri sögu að leitað sé vars á þessum slóðum og það breytist ekki. Ritur er yst í Grænuhlíð og fyrir opnu hafi. Sjö togarar og bátar voru við hlíðina frá því aðfaranótt miðvikudags og fram á fimmtudaginn auk þess sem nokkrum var siglt í nálægar hafnir, svo sem inn á Ísafjörð.

„Við vorum á leiðinni frá Siglufirði suður á bóginn á þriðjudagskvöldið og þá var komið leiðindaveður. Í mestu hviðunum fór vindurinn í allt að 26 metra á sekúndu. Þegar komið var fyrir Horn taldi ég nauðsynlegt að fara í var og renndi því að Grænuhlíðinni strax og við beygðum fyrir Ritur,“ segir Vigfús Markússon, skipstjóri á línubátnum Valdimari GK, meðal annars um vistina undir Grænuhlíð í Morgunblaðinu í dag.

Vigfús MarkússoN
Vigfús MarkússoN
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert